Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru íslenzkir friðarsinnar?

Eins og ítrekað hefur verið greint frá í fréttum á undanförnum dögum og vikum var rússneski norðurflotinn á dóli fyrir austan Ísland rétt við 12 mílna lögsöguna og hafði verið þar meira eða minna síðan í lok september sl. Skipin munu nú vera farin frá
landinu að sögn Landhelgisgæzlunnar en lengi vel var eitt þeirra eftir við landið,
þegar hin voru farin, ásamt einhverjum hjálparskipum.

Það skip er kjarnorkuknúið og er talið að það sé að öllum líkindum í afar slæmu ástandi. M.a. hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að fyrir nokkrum mánuðum síðan hafi verið talin hætta á að skipið springi hreinlega í loft upp.

Þetta mál hefur allt verið hið einkennilegasta eins og ítarlega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum í samræmi við þær upplýsingar sem fyrir liggja um það sem aftur eru ekki beint miklar. Rússnesk yfirvöld segja þarna hafa verið um að ræða heræfingar þar sem einkum hafi verið lögð áherzla á flugtak og lendingar. En eitt af rússnesku skipunum sem var fyrir austan land var flugmóðurskip. Vissulega voru skipin á alþjóðlegu hafsvæði, þó þau hafi verið fast upp við 12 mílna lög-sögu Íslands. En upplýsingaflæðið frá rússneskum stjórnvöldum til íslenzkra vegna málsins var einfaldlega nánast ekkert miðað við fréttir fjölmiðla. Slíkt er auðvitað algerlega óásættanlegt.

Enginn virðist vita neitt að ráði um það hvað rússneski herskipaflotinn var að gera þarna fyrir utan væntanlega rússnesk hermálayfirvöld. Rússneska sendiráðið á Íslandi veit nánast ekkert, eða segir það allavega, og sama er að segja um rússneska fjölmiðla sem allajafna fjalla ítarlega um æfingar rússneska flotans. Ekkert virðist svo hafa verið að marka yfirlýsingar frá stjórnendum rússnesku skipanna, en kjarnorkuskipið mun hafa átt að fara fyrir nokkrum dögum frá Íslandi. Það rennir aftur enn frekar stoðum undir þær kenningar að eitthvað hafi verið, og sé jafnvel enn, að skipinu.

Og þá er það spurningin, hvar voru íslenzkir friðarsinnar á meðan að á þessu stóð?
Hvers vegna mótmæltu þeir ekki veru rússnesku herskipanna fyrir austan landið? Þetta fólk er iðið við að andskotast út í NATO og þá ekki sízt ef hingað koma herskip frá því. En nú heyrðist ekkert í því, ekki bofs! Hvernig væri að menn hefðu nú verið aðeins sjálfum sér samkvæmir og fjölmennt fyrir utan rússneska sendiráðið og mótmælt?
Þetta þýðir einfaldlega að maður mun taka enn minna mark á þeim en áður næst þegar þeir mótmæla komu herskipa á vegum NATO til landsins. Svo mikið er víst.

Hjörtur J. Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband