Leita í fréttum mbl.is

Heimsvaldastefna vesturveldanna – helsta vopnið gegn þrælahaldi

Það var ekki fyrr en á 18.öld sem háar raddir fóru að heyrast þess efnis að þrælahald væri rangt, og að það bæri að stöðva. Menn um allan heim, af öllum mögulegum kynstöfnum, seldu og keyptu sér þræla á frjálsum mörkuðum. Það var hinsvegur á vesturlöndum á seinni hluta 18. aldar sem að menn tóku sig til og hófu baráttu gegn þessu svívirðilega óréttlæti meðan fólk annarsstaðar í veröldinni lét þetta vandamál sig ekki varða.

Bókin Bury the Chain eftir Adam Hochschild segir frá fyrstu samtökunum sem stofnuð voru til að berjast gegn þrælahaldi. Þau voru stofnuð árið 1787 í London, og stofnfélagar voru 12, þ.á.m. auðjöfrar og trúarleiðtogar. Bókin lýsir því hvernig þrælahaldi var tekið sem sjálfsögðum hlut um alla veröld á þessum tíma. Stjórnmálamenn, heimspekingar, trúarleiðtogar og hugsuðir um heim allan virtust allir sætta sig við þetta ástand, og fáir sem engir tjáðu sig um það.

Hið 12 manna félag gegn þrælahaldi hóf að kynna málstað sinn fyrir Bretum af alefli. Þeirra helsta markmið var að fá menn til að hugsa um þetta mál, og töldu að það hlyti að duga til að sannfæra almenning um ranglætið sem í þrælahaldi fælist. Með þessum hætti ætluðu þeir að snúa breska heimsveldinu gegn þrælahaldi. Þessi áform virstust langsótt, baráttan var löng, og andstaðan við félagið oft hatrömm, en á endanum hafði málstaður þeirra betur og almenningur og stjórnvöld sannfærðust um óréttlæti þrældómsins. Breska heimsveldið bannaði því þrælahald og tók að sér að útrýma því um víða veröld. Þeir silgdu víða um höf og fóru um borð í skip annarra þjóða til að leita að þrælum. Þegar þeir fundust voru þeir teknir með valdi af þrælasölunum og þeim gefið frelsi. Bretar voru í heila öld ,,alheimslögreglan”á þessu sviði. Það var vestræn heimsveldastefna sem stöðvaði þrælahald um heim allan, eftir langan barning og ásakanir um yfirgang af hálfu ýmissa þjóða frá öllum heimshornum sem töldu að ekkert væri rangt við þrælahald. Sem betur fer þá áttu Bretar fleiri byssur en aðrar þjóðir og því gátu þeir nánast útrýmt þrælahaldi bæði heimafyrir og annarsstaðar. Með tímanum breyddust hugmyndir vesturveldanna um ranglæti þrælahaldsins um víða veröld.

Það er í mikilli andstöðu við heimsmynd vinstrisinnaðra hugsaða og menntamanna að heimsveldisstefna vesturveldanna leiði nokkuð gott af sér. Hinir frjálslyndu kvimyndagerðamenn í Hoolywood eru ekki líklegir til að gera bíómynd um hetjulega baráttu Breta gegn þrælahaldi.

Áður en að breska heimsveldið sneri sér gegn þrælahaldi hafði þrælasala verið drjúg tekjulind fyrir breska hagkefrið. Bretinn John Stuart Mill sem lifði á þessum árum sagði: ,,Bretar hafa í hálfa öld eytt því sem samsvarar þjóðarframleiðslu margra ríkja í það eitt að loka strönd Afríku án þess að hafa af því nokkra einustu hagsmuni og fyrir málstað sem skaðar þá fjárhagslega.”

Já, þessu eigingjörnu vesturveldi!

Ef að þrælahald er ekki rangt, er ekkert rangt. 
- Abraham Lincoln

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband