Leita í fréttum mbl.is

Það er ljótt að ljúga

Á bls. 16 í Fréttablaðinu þann 10.apríl síðastliðinn, er afar villandi umfjöllun um deilu Ísraela og Palestínumanna.

Ég ætla ekki að fara yfir þennan Fréttablaðspistil lið fyrir lið, enda myndi slíkt vera efni í heilann bókaflokk. Ég ætla þó að skoða eina setningu úr umræddri grein. Hún hljóðar svo: ,,Ísraelar skilgreina Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök, en þau hafa löngum unnið að því að endurheimta landsvæði sem Ísraelar hafa hernumið.”

Ég ætla að byrja á því að upplýsa Fréttablaðið aðeins um samtökin Hamas.

Hamas er stundum lýst sem pólitískum samtökum, með herskáum armi, sem láta sér umhugað um félagslega velferð Palestínumanna, og rétt þeirra til heimalands síns. Sé það rétt, er orðið tímabært fyrir samtökin að breyta sattmála sínum. Þar er aðeins einu sinni minnst á eitthvað sem viðkemur félagslegri velferð, en 36 sinnum í 35 greinum sáttmálans er talað um heilagt stríð (jíhad). Það er greinilegt hvert er höfuð markmið Hamas.

Í 28 greinum er fjallað um það að drepa skuli gyðinga, og frelsa skuli ,,alla” Palestínu – Palestína verður því ekki ,,frjáls” fyrr en Ísrael er ekki lengur til.

Síðan september 2000 hefur Hamas lýst yfir ábyrgð á 425 hryðjuverkaárásum á óbreytta borgara og hafa 2453 látist, þar á meðal mörg börn sem vita ekki einu sinni hvað orðið ,,hernám” þýðir.

Samkvæmt 13.grein Hamas sáttmálans kæmi ekki til greina að semja frið við Ísraela, þrátt fyrir að þeir myndu yfirgefa hernumdu svæðin að fullu, gefa Palestínumönnum Jerúsalem, og leyfa öllum Palestínumönnum sem eru afkomendur þeirra sem misstu heimili sín árið 1948 á því landsvæði sem nú tilheyrir Ísrael að ,,snúa aftur” – flytja til Ísrael.

Að lokum gefur t.d. 7.grein sáttmála Hamas ágæta innsýn í hugsunarhátt samtakanna:

Hamas hlakkar til að sjá fyrirheit Allah verða að veruleika... það mun ekki verða fyrr en múslímar berjast gegn gyðingunum; þar til gyðingarnir fela sig fyrir aftan steina og tré sem munum hrópa: Ó múslimi! Það er gyðingur að fela sig bak við mig, komdu og dreptu hann.

Nú spyr ég hið ágæta Fréttablað:

Hvers vegna stendur ekki í greininni ykkar ,,Hamas samtökin eru hryðjuverkasamtök”, í stað þess að skrifa ,,Ísraelar skilgreina Hamas samtökin sem hryðjuverkasamtök.”? Hamas samtökin eru klárlega og án alls vafa hryðjuverkasamtök. Með framsetningu ykkar leyfið þið þeim að njóta vafans. Lesandinn gæti fengið það á tilfinninguna að skilgreining Ísraela sé röng, og sett fram í pólitískum tilgangi.

Hvers vegna segið þið Hamas samtökin berjast fyrir endurheimtingu hernumdu svæðanna, án þess að segja lesendum ykkar að Hamas samtökin telji að allt landsvæðið sem Ísraelar búa á sé hernumið, og allt Ísraelsríki tilheyri Palestínu, og að enginn friður komi til greina af þeirra hálfu fyrr en Ísraels ríki sé ekki lengur til, og allir gyðingar á svæðinu fluttir eða dauðir?

Í grein ykkar er það gefið í skyn, þegar sagt er að Hamas vilji ,,endurheimta landsvæði sem Ísraelar hafa hernumið”, að Hamas samtökin vilji einungis öðlast aftur landamæri Palestínu eins og þau voru dregin árið 1948.

Það er ljótt að ljúga.

Sindri Guðjónsson
sindri79@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband