Leita í fréttum mbl.is

Gullkornið á sunnudegi

"The greatest honor of a man is in doing good to his fellow men, not in destroying them."

Thomas Jefferson


Samfylkingin og sjálfstæð utanríkisstefna - enn og aftur

"Gagnrýnin skoðun á kostum ESB-aðildar umfram EES er hér brýnt verkefni. Ekki er nóg að skoða stöðu EES-samningsins eins og verið er að gera í nefnd forsætisráðherra. Það tengist einnig brottför varnarliðsins, sem mun gera Íslendingum kleift að reka sjálfstæða utanríkisstefnu eftir nær sextíu ára fylgispekt við Bandaríkin."

Þessi merkilega málsgrein er tekin úr grein Margrétar S. Björnsdóttur um Samfylkinguna sem birtist í Morgunblaðinu 15. júlí sl. og borið hefur nokkuð á í hinni pólitísku umræðu síðan. Og hvað er svona merkilegt við hana spyr án efa einhver. Jú, hún gengur ekki upp. Hún byrjar á því að talað er fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Og síðan er talað um sjálfstæða íslenzka utanríkisstefnu.

Raunin er sú að ef Íslendingar tækju upp á þeirri vitleysu að ganga í Evrópusambandið yrði ekki rekin nein sjálfstæð íslenzk utanríkisstefna. Aðeins yrði þá um að ræða sameiginlega utanríkisstefnu sambandsins sem aftur myndi, eins og annað innan sambandsins, seint taka mið af hagsmunum Íslands og íslenzku þjóðarinnar.

Og þessu til viðbótar í ljósi málsgreinar Margrétar. Hvað með að skoða galla Evrópusambandsaðildar? Á s.s. alveg að horfa framhjá þeim? Þeir eru sennilega óþægilega margir...

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is

 


Hver á fiskinn í sjónum?

Fyrir nokkru undirbjuggu útvegsmenn málshöfðun á hendur ríkinu vegna skerðingar sem þeir höfðu orðið að sæta vegna úthlutunar byggðarkvóta og línuívilnunar. ,,Lögspekingarnir” og fyrrverandi alþýðubandalagsmennirnir Össur Skarphéðinsson og Kristinn H Gunnarsson voru yfirlýsingaglaðir á heimasíðum sínum vegna þessa.  Það að vinnuveitendur í þessari mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar kjósi að láta reyna á réttindi sín fyrir dómstólum sagði Össur að væri ,,...fráleit ósvífni...” en Kristinn sagði að útvegsmenn væru ,,...útbólgnir af hroka og skeytingarleysi...”. 

Ekki er því úr vegi að fara í stuttu máli yfir ummæli þessara manna.
Össur vildi meina að útgerðarmenn ættu ekki fiskinn í sjónum.  Í sjálfu sér er það alveg rétt hjá honum, enda getur enginn átt óveiddan fisk sem ekki er afmarkaður með nokkrum hætti.  Útvegsmenn hafa heldur ekki haldið því fram að þeir eigi þenna fisk heldur aðeins nýtingarrétt að auðlindinni.

Kristinn sagði ríkið geta breytt úthlutunarkerfi aflaheimilda og jafnvel afnumið það með öllu.  Í sjálfu sér er það alveg rétt að ríkið getur þetta en það er ljóst að ef eignar- eða atvinnuréttindi einhverra verða skert þá bera að bæta tjón sem af því hlýst. Vinstri stjórn sem þannig stæði að málum gæti valdið því að tuga eða hundruða milljarða skaðabótakröfur stofnuðust á hendur ríkinu.

Kristinn hélt áfram:  ,,Veiðiheimildir, sem hafa verið keyptar, mynda engan eignarrétt, aðeins rétt til að nýta heimildina samkvæmt ákvæðum laganna.” og svo:  ,,Menn geta aðeins átt það sem þeir kaupa.” 

Fyrir utan hróplegt ósamræmi milli þessar tveggja setninga virðist Kristinn ekki hafa hugmynd um það að nýtingarréttur er ein tegund eignarréttar og nýtur jafnframt verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki er hægt að lá neinum fyrir að þekkja ekki eignarrétt eins og lófann á sér en slíkir menn, sem Kristinn, ættu þá frekar að halda sér saman en að básúna fáfærði sína.

Þess ber að geta að ef aflaheimildir eru skertar þá er fyrst og fremst verið að skerða réttindi sem menn hafa keypt sér.  Ætla má að allt að 90% aflaheimilda séu nú í höndum annarra aðila en þeirra sem fengu þær upphaflega.  Telja menn eitthvað réttlæti vera í því að kippa fótunum undan mikilvægustu atvinnugrein okkar með því að hrifsa af henni dýrmætustu eign hennar?  Eign sem hefur verið keypt af þeim sem greinina stunda?  Auk þess voru þeir sem fengu aflaheimildir upphaflega úthlutað í fullum rétti.  Áður en fiskveiðistjórnkerfi var komið á til hindra ofveiði var sókn svo að segja frjáls.  Til að gæta að stjórnarskrárvörðum atvinnuréttindum útvegsmanna var rétt að úthluta aflaheimildum til þeirra sem höfðu þá verið að stunda greinina.  Með þessum hætti var gætt að áunnum atvinnuréttindum þeirra með því að breyta þeim í eignarrétt yfir aflaheimildum.

Útvegurinn hefur þá sérstöðu miðað við aðrar atvinnugreinar að þeir þurfa að sæta því að ákvarðanir misvitra stjórnmálamanna geti skilið milli feigs og ófeigs.  Ein greina þarf hún að sæta ríkisforsjá í svo miklum mæli.  Til að standa vörð um hagsmuni sína er því eðlilegt að þeir leiti til dómstóla.  Hvaða aðra leið ættu þeir svo sem að fara til að gæta réttar síns?

Davíð Þorláksson

(Greinin birtist áður á www.sus.is)


Mánudagspósturinn 17. júlí 2006

Þann 30. maí sl. tilkynntu barnaníðingar í Hollandi þá ætlun sína að stofna eigin stjórnmálaflokk sem heita á á frummálinu Naastenliefde, Vrijheid en Diversiteit eða í íslenzkri þýðingu Mannkærleikur, frelsi og fjölbreytni. Flokknum er ætlað að berjast fyrir lögleiðingu á kynlífi á milli fullorðinna og barna og vill hann m.a. að löglegur samræðisaldur í Hollandi verði færður úr 16 árum og niður í 12 ár áður en hann verði afnuminn með öllu, að það verði ekki lengur ólöglegt að eiga barnaklám og að lágmarksaldur þeirra, sem taka þátt í gerð klámefnis, verði lækkaður úr 18 árum og niður í 16 ár. Í viðtali við hollenzka dagblaðið Algemeen Dagblad sagði Ad van den Berg, einn af stofnendum flokksins, að “uppeldi barns snerist einnig um að kynna það fyrir kynlífi.” Barnaníðingaflokkurinn vill ennfremur að dýr fái aukin réttindi og að “kynlíf með samþykki” á milli manna og dýra verði leyft.

Ég er vonandi ekki einn um að fá í magann!! En af hverju kemur þessi viðbjóður manni ekki svo ýkja mikið á óvart? Og enn síður að þetta skuli gerast í Hollandi? Þetta er því miður alls ekki einsdæmi enda hafa hliðstæðar þreifingar t.a.m. átt sér stað hjá barnaníðingum í Danmörku. Ekki er heldur langt síðan ég las að það færðist í vöxt í Svíþjóð að fólk tæki upp á þeim viðbjóði að stunda kynlíf með dýrum!

Alltof margir eru einfaldlega komnir út á algerar villigötur í frjálslyndi svo vægt sé til orða tekið!

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is


Gullkornið á sunnudegi

"We have not successfully rolled back the frontiers of the state in Britain, only to see them re-imposed at a European level."

Margaret Thatcher


Á Ísraelsríki að semja við hryðjuverkamenn?

Eins og allir vita er ástandið fyrir botni miðjarahafs verið viðkvæmt síðustu daga. Allt hófst þetta þegar hryðjuverkamenn á vegum Hamas samtakanna réðust á hóp ísraelska hermanna og tóku einn þeirra í gíslingu. Nú hefur það sama gerst en liðsmenn annara illræmdra hryðjuverkasamtaka, Hezbollah, hafa tekið aðra tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Ísraelsmenn hafa svarað með hernaðaraðgerðum á stöðvar fyrrnefndra hryðjuverkasamtaka. Þó vill það nú þannig til að helstu stöðvar Hamas samtakanna eru ráðuneyti á heimastjórnarsvæði þjóðar sem vill kenna sig við Palestínu. Einnig má taka fram að samkvæmt könnunum í Palestínu styðja um 80% íbúa svæðisins að Hamas samtökin ræni fleiri hermönnum.

En það er athyglisvert að skoða viðbrögðin við hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna. Aðalaáherslan í fjölmiðlun eru ,,harðar” aðgerðir Ísraelsmanna og fleira í þeim dúr.

Til að mynda leyndi sér ekki hlutdrægni NFS þegar flutt var frétt af málinu. Þar segir m.a. um ástandið í Líbanon, ,,Nær allir sem hafa látist eru óbreyttir borgarar og hræðslan er allsráðandi, enda ekkert grín að vita aldrei hvar næsta loftskeyti lendir.”
Hvaða rugl er þetta eiginlega? Þarna eru að eiga sér stað átök sem auðvitað allir vildu óska að væru ekki. En ákvað sá sem skrifaði fréttina fyrir NFS að hræðslan væri allráðandi? Var hann kannski á svæðinu til að finna hræðsluna?

Og áfram heldur það (feitl. mín eigin.):
,,Stjórnvöld í Ísrael telja nóg komið, eins og heimsbyggðin hefur fengið að verða vitni að. Um allan heim kveður þó við sama tón, aðgerðir Ísraela eru allt of harðar. Bæði Jacques Chirac Frakklandsforseti og Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu fordæmdu árásirnar í dag og sögðu þær úr öllu samhengi.
Sem fyrr
eiga Ísraelar þó hauk í horni þar sem Bandaríkjamenn eru. Þeir beittu í gær neitunarvaldi, þegar lögð var fram ályktun innan ráðsins, þess efnis að Ísraelar létu þegar af hernaðaraðgerðum sínum, gegn því að hermennirnir tveir yrðu látnir lausir.”

Það er nokkuð við þetta að athuga. Ég feitletraði sum orðin sjálfur til að leggja áherslu á hvað mér finnst miður við þetta.

En í fyrsta lagi, þá kveður ekki við sama tón um allan heim. Aðeins örfá ríki hafa (eða öllu heldur örfáir þjóðarleiðtogar) hafa fordæmt árásirnar í dag og í gær. Það má vel vera að það sé ósk þess sem skrifaði fréttina að ALLUR heimurinn fordæmdi þær en svo er nú ekki.

Í öðru lagi, þá er ekki nauðsynlegt að segja að Ísraelsmenn eigi hauk í horni ,,þar sem Bandaríkjamenn eru.” Er að eitthvað nýtt að þjóðir skuli lýsa yfir stuðningi við hvor aðra? Þó að það henti ekki fréttamanni NFS þá er það ekki óalgengt. Og af hverju er hvergi minnst á afskipti Írana? Á heimastjórn Palestínu hvergi ,,hauk í horni.” Eða kallast það kannski bara eðlilegur stuðningur?

Í þriðja lagi þá fjallaði ályktun öryggisráðsins ekki um að Ísraelsmenn létu af hernaðaraðgerðum sínum, gegn því að hermennirnir yrðu látnir lausir. Ísraelsk yfirvöld hafa þegar tilkynnt að þau muni hætta aðgerðum ef hermennirnir verða látnir lausir. Það þarf ekki Öryggisráð SÞ til þess. Nei, tillagan fól það í sér að árásirnar yrðu fordæmdar, ekkert annað. Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu. En fréttastofan þarf að fara með rétt mál.

Ekki einfalt mál

En reynum að horfa aðeins rökrétt á hlutina. Á forsætisráðherra Ísraels að sætta sig við það að hermönnum úr her hans sé rænt og þeim hótað lífláti nema hann gangi að kröfum mannræningjanna. Hvernig dettur formanni Ísland-Palestínu að segja að hernaðaraðgerðirnar séu löngu undirbúnar og að mannrán hermannsins sé aðeins tylliástæða fyrir árásunum? Þekkir hann hernaðarstrúktúr Ísraelsmanna? Finnst honum í lagi að Hamas samtökin hafi rænt hermanninum?

Rétt er að minna á að Líbanon hefur ekki staðið við ályktum SÞ númer 1559 sem fjallar um það að ríkisstjórn landsins skuli án tafar reyna að afvopna Hezbollah samtökin. Ekkert hefur verið aðhafst í því. Þau hafa fengið að starfa og hreyfa sig í landinu eins og þau vilja, notað flugvelli, brýr og vegi til að aðhafast og halda uppi starfssemi. Þess vegna eru það þessi mannvirki sem eru skotmörk Ísraelsmanna. Því miður falla óbreyttir borgarar í slíkum átökum.

En hvað gerist ef Ísrael semur við hryðjuverkamenn? Jú, í næstu viku verður fleiri hermönnum rænt í þeirri von að fá fleiri fanga lausa og svo koll af kolli.

Stjórnvöld í Palestínu og Líbanon geta endað þessar aðgerðir strax. Með því að leggja áherslu á að hryðjuverkasamtökin láti hermennina úr haldi og afvopni þau síðan. Það er nú ekki mikið flóknari en það.

Hringlagaháttur Íslands-Palestínu

Félagið Ísland-Palestína lætur ekki bíða lengi eftir sér og auglýsir mótmælafundi (sem reyndar fór mjög lítið fyrir) og sakar Ísraelsmenn um stríðsglæpi og fleira í þeim dúr.

Þannig hefur formaður félagsins skrifað harðorða grein á vef samtakanna sem oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hafa lýst yfir hatri á Ísrael og Ísraelsmönnum. Meðal annars er sérstakur liður á síðunni þar sem fólk er hvatt til að sniðganga ísraelskar vörur. Aftur og aftur horfir félagið framhjá hryðjuverkaaðgerðum Hamas samtakanna og leggur jafnvel blessun sína yfir þau.

Formaður félagsins reynir einnig að gera lítið úr Qassam eldflaugum sem ,,andspyrnuhópar” (eins og hann kallar það) nota til að skjóta á ísraelsk heimili. Þau séu lítil miðað við þróuð vopn Ísraelsmanna og séu aðallega notuð til að hræða og valdi sjaldan manntjóni.
Nú, jæja, þá hlýtur bara að vera í lagi að skjóta slíkum flaugum á heimili fólks. Fyrst þau drepa ekkert mjög marga. Seinna í greininni sakar hann Ísraelsmenn um að hræða almenning á heimastjórnarsvæði Palestínu með því að nota svokallaðar hávaðasprengjur. Auðvitað telur hann slíkt vera alveg hræðilegt. Það má lesa það út úr grein formannsins að það sé í lagi að fólk skjóti Qassam eldflaugum á hús en ekki að Ísraelsmenn noti hávaðasprengjur. Hér er ég ekki einu sinni að reyna að snúa út úr orðum formannsins. Hatur hans á Ísrael og Ísraelsmönnum skín greinilega í gegnum skrif hans.

Af hverju fordæmir félagið ekki mannránin? Af hverju fordæmir félagið aldrei þegar öfgafullir múslimar sprengja sig í loft upp á kaffihúsum eða strætó í Ísrael? Af hverju mótmælir félagið aldrei tilgangi hryðjuverka sem er að drepa sem flesta óbreytta borgara?

Finnst Sveini Rúnari í lagi að fyrrnefndir hryðjuverkahópar hafi ráðist á hermenn Ísraelsmanna, drepið nokkra og rænt öðrum? Ef svo er, af hverju segir hann það ekki bara beint út?

Félagið Ísland-Palestína getur ekki alltaf bent á að Hamas samtökin hafi komist til valda á lýðræðislegan hátt. Auðvitað gerðu þau það og eiga þar með alveg rétt á að vera við völd á heimastjórnarsvæðinu. En það gerir þau ekki að minni hryðjuverkasamtökum að hljóta lýðræðislega kosningu. Það að heilaþvo ung börn til að stunda ,,heilagt stríð” gegn annari þjóð og hvetja þau til að framkvæma sjálfsmorðsárás er auðvitað ekkert annað en hryðjuverk. Þó að þú byggir leikskóla á sama tíma og þú drepur aðra vegur það ekki á móti.

Talar Chirac fyrir alla Evrópu?

Og út í annað en þó þessu tengt. Chirac Frakkalandsforseti hefur fordæmt árásir Ísraelsmanna í Líbanon. Hann segir þær úr samhengi við allt annað og að þær nái ekki nokkurri átt. En orðalag forsetans var skrautlegt, ,,Ég, eins og allir aðrir Evrópubúar, tel að árásirnar séu ekki í nokkru samhengi.” Hvernig dettur manninum í hug að hann tali fyrir alla Evrópubúa? Þetta skiptir svo sem ekki miklu máli núna en gæti orðið athyglisvert síðar þegar Chirac telur sig ætla að tala fyrir alla Evrópubúa.

Maður spyr sig einnig hvernig hann myndi bregðast við ef frönskum hermönnum yrði rænt og þeim haldið í gíslingu? Af orðum hans í dag má dæma að hann myndi lítið aðhagast. Eða gildir það bara um suma?

En svona til að fyrirbyggja allan misskilning þá vil ég nú taka fram að ég vona að núverandi ástand vari ekki lengi. Vonandi heldur her Ísraelsmanna sig að einhverju leyti til hlés og ef ekki þá vona ég að saklausir borgarar verði ekki fyrir árásum. Einnig er vonandi að hryðjuverkamenn láti af starfssemi sinni - en það er hins vegar mjög ólíklegt.

En það sem gerir þessi mál ennþá flóknari er að engin ríki eiga í stríði. Ekkert ríki hefur lýst yfir stríði á annað ríki heldur er Ísraelsher að elta hryðjuverkasamtök yfir landamæri og slíkt er nú ekki algengt. Ef að einhver ríkisstjórn í Mið-Austurlöndum lýsir yfir stríði, s.s. Sýrland, Líbanon eða Íran þá fyrst verða læti. En við skulum vona að ekki komi til þess.

Gísli Freyr Valdórsson


Hlutverk fjölmiðla

Ég hef lengi haft áhuga á fjölmiðlum og skrifað um þá hér á þessu vefriti. Til að mynda er hægt að nálgast grein hér og aðra hérna. Hér verður enn fjallað um fjölmiðla og hlutverk þeirra.

Oft er haft á orði að fjölmiðlar séu fjórða valdið í þjóðskipulaginu. Þá er átt við að þeir sinni og gegni því hlutverki sem ekki er ákveðið fyrirfram í stjórnarskrá eða með lögum. Samkvæmt lögum höfum við framkvæmdarvald, löggjafavald og dómsvald. Fjölmiðlar eru að margra mati fjórði liðurinn sem sinnir réttarfari landsins ef þannig er hægt að orði komast.

En þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér, eru fjölmiðlar í raun fjórða valdið? Eru fjölmiðlar einu réttu upplýsingamiðlar fyrir almenning? Fara þeir með rétt mál hverju sinni án allrar hlutdrægni eða eigin skoðanna? Geta eða eiga fjölmiðlar að vera hlutlausir?
Og ef enn lengra skal haldið skal skoða hverjir eiga fjölmiðlana. Mega eigendur fjölmiðla nota þá sér í hag og/eða öðrum í óhag? Mega eigendur ritstýra fjölmiðlum sínum, eða eiga þeir að ritstýra þeim? Við vitum fyrir víst að þau þrjú stjórnsýsluvöld sem áður voru upptalin eru hönnuð til að sinna réttarfari, löggjöf og framkvæmdum almenningi í hag. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir á því hvort slíkt sé öllum almenningi í hag hverju sinni en þess vegna höfum við stjórnmálamenn og flokka sem hægt er að skipta um reglulega. Um vald og hlutverk þessara þriggja stjórnsýsluliða er ekki deilt og verður ekki gert hér.

En um hlutverk fjölmiðla er deilt á hverjum degi. Hvernig geta þeir verið fjórða valdið þegar fáir einstaklingar eiga þá? Hvernig geta þeir sinnt upplýsingaskyldu (eða öllu heldur þjónustu) við allan almenning? Hvernig getur hinn almenni maður verið viss um að fjölmiðlar starfi í hans þágu líkt og stjórnsýslustigin gera?

Eiga fjölmiðlar að vera hlutlausir?

Já, hlutverk fjölmiðla er vandasamt. Burtséð frá því hvort hægt sé að skilgreina þá sem fjórða valdið eða ekki hafa þeir veigamiklu hlutverki að gegna í samfélaginu og af því hlýst ábyrgð sem er vandmeðfarin. Og af hverju er hér fullyrt að hlutverki þeirra fylgi ábyrgð? Jú, þeir eru inni á heimilum samfélagsins á hverjum degi og flytja fréttir og umfjöllun af málefnum líðandi stundar. [1] Þeir velja sér að mestu sjálfir fréttaefni og ráða því hversu mikið og hvernig fjallað er um ákveðin mál.

Þá er engann veginn hægt að ætlast til að fjölmiðlar séu hlutlausir. Um leið og fjölmiðill velur sér mál til umfjöllunar er hann hættur að vera hlutlaus. Ólafur Teitur Guðnason kemst ágætlega að orði í formála bókar sinnar, Fjölmiðlar 2004. Þar segir Ólafur Teitur:

Að mínu viti er hlutleysi innantómt markmið í fréttamennsku og reyndar beinlínis rangt markmið. Í fyrsta lagi tekst engum að víkja skoðunum sínum alveg til hliðar og því ákaflega villandi að gefa í skyn að það sé gert. Í öðru lagi er augljóst að það felst í starfi fréttamanna að þeir beiti dómgreind sinni og dragi ályktanir. Hvernig meta þeir öðruvísi hvað er fréttnæmt og hvað ekki? ... Það, að halda því fram að fréttamenn séu hlutlausir, er eingöngu til þess fallið að eyða nauðsynlegri umræðu um hvort mat þeirra hafi verið eðlilegt og ákvarðanir þeirra réttar. Fréttamenn eiga ekki að keppa að því að vera hlutausir. Þeir eiga að keppa að því að vera sanngjarnir. [2]

Það er ástæða fyrir því að hér er tekin upp umræðan um hlutleysi fréttamanna. Þeir sem nýta sér þjónustu þeirra og leita sér upplýsinga hjá þeim þurfa að vita að hverju er gengið og geta gert fyrirvara á þeirra þjónustu eða upplýsingum sem gefnar eru. Þá þarf á sama tíma að liggja ljóst fyrir hvernig fjölmiðlinum er ritstýrt. Og að sjálfsögðu hver er að ritstýra þeim.

Fjölmiðlar eru ekki fjórða valdið

Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að skilgreina fjölmiðil sem fyrirtæki. Um fjölmiðla eiga að gilda sömu lög og um önnur fyrirtæki.

Ég hafna þeirri kenningu að fjölmiðlar séu fjórða valdið. Það eru engin lög eða reglur sem skilgreina fjölmiðla sem slíkt. Jafnvel þó að hópar innan samfélagsins líti á fjölmiðla sem gegna eigi því hlutverki að vera fulltrúi almennings gagnvart stjórnvöldum þá þýðir það ekki að svo sé. Hvorki fjölmiðlar, aðstandendur þeirra, fræðimenn né þjóðfélagshópar geta tekið sér slíkt vald. Það getur enginn tekið sér það vald að vera fulltrúi alls almennings nema þeir sem kjörnir eru sem slíkir samkvæmt lögum. Kenningin um fjórða valdið er aðeins sögusögn (e. myth) sem á sér engar rætur í raunveruleikanum og hvað þá innan laganna. Óskrifuð lög og hugsanleg almannavitund er ekki raunveruleg og það að fjölmiðlar líti á sig sem fjórða valdið er aðeins fyrrnefnd sögusögn.

Fjölmiðlar sinna afþreyingu og miðla upplýsingum til almennings. Þeir velja sér hins vegar sjálfir hvaða upplýsingum þeir miðla áfram og hvernig þær eru bornar fram. Almenningur velur sjálfur á hvern hann vill hlusta og hvaða upplýsingar hann telur sig þurfa að leitast eftir. Það er einstaklinganna í sjálfvald sett að leita þeirra upplýsinga sem það telur sig þurfa frá hinu opinbera. Með þessum orðum er ég þó ekki að gera lítið úr hlutverki fjölmiðla. Þeim er að sjálfsögðu heimilt að flytja almenningi fréttir og upplýsingar, opinbera spillingu ef hún á sér stað og veita stjórnvöldum aðhald ef þeir svo kjósa. Það þýðir hins vegar ekki að þeim beri skylda til þess eða að þeir séu yfir aðra hafnir. Hver er tryggingin fyrir því að þeir fari með rétt mál eða að þeir beri fram fréttir á réttan og sanngjarnan hátt? Svarið eru auðvelt, hún er enginn. Og ef fjölmiðlar veita stjórnvöldum aðhald, hver veitir þá fjölmiðlum aðhald?

Eigendur njóti eignarréttar

Ef líta á á fjölmiðla sem hvert annað fyrirtæki verður ekki hjá því komist að viðurkenna eignarrétt eigenda á fyrirtækjum sínum, þar á meðal fjölmiðlum. Með því er hægt að færa rök fyrir því að það sé eðlilegt að eigendur fjölmiðla ráði ritstjórnarstefnunni. Neytendur fjölmiðla gera þá ráð fyrir því og neyta vörunnar með þeim fyrirvara að þeir viti hverjir eigendurnir eru og hver ritstjórnarstefna miðilsins er.

En þá þarf líka að liggja ljóst fyrir hver á fjölmiðlana. Á því hafa ekki verið miklir vankantar á Íslandi. Hins vegar hefur Fréttablaðið eitt gerst brotlegt að upplýsa ekki um eigendur sína. Fréttablaðið varð, undir stjórn fyrri eigenda, gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Nokkrum vikum síðar kom blaðið út aftur. Sami ritstjóri sat áfram en ekki var upplýst hverjir eigendurnir voru. Það er að mínu mati ósiðlegt og óeðlileg fjölmiðlamennska. Neytendur fjölmiðla þurfa eins og áður sagði að vita að hverju þeir ganga þegar þeir neyta vörunnar. Ef einstaklingur eða fyrirtæki vill setja á fót fjölmiðil til höfuðs stjórnvöldum er honum það heimilt. Að sama skapi er honum heimilt að setja á fót fjölmiðil til að upphefja stjórnvöld eða stjórnmálaflokka. En að leyna því hver á ákveðin fjölmiðil er merki um að ekki sé allt með felldu og að eitthvað annað liggi að baki en að flytja heiðarlegar fréttir.

Eigendum þessara fjölmiðla er að sjálfsögðu heimilt að færa fréttir og umfjöllun eins og þeim sýnist. En eins og áður sagði er það síðan neytendans að meta á hvorn hann hlustar og tekur trúanlegan. Í Bandaríkjunum liggur nokkuð ljóst fyrir hvar fjölmiðlar standa gagnvart stjórnvöldum. Þar lýsa ritstjórnir fjölmiðlanna yfir stuðningi við ákveðna frambjóðendur og ritstjórnarstefna miðlanna er í samræmi við það. Það er gott af því að þá vita neytendur fjölmiðlanna að hverju þeir ganga en eru ekki að vonast eftir hlutleysi sem ekki er til.

Gísli Freyr Valdórsson


[1] Þetta er sagt með fyrirvara um það að fjölmiðlum sé á annað borð hleypt inn á heimilin. Eg tel að það heyri til undantekninga að svo sé ekki.

[2] Ólafur Teitur Guðnason, Fjölmiðlar 2004. Bókafélagið Ugla, Reykajvík 2005. bls. 11


Mánudagspósturinn 10. júlí 2006

Friðbjörn Orri Ketilsson hittir naglann hressilega á höfuðið í nýlegri færslu á heimasíðunni sinni. Oftar en ekki er nauðsynlegt að koma með slíkar myndlíkingar til þess að fólk skilji hlutina, jafnvel í tilfellum þar sem í raun er um að ræða hluti sem ættu að vera frekar augljósir. Færslan hljóðar svona:

„Fyrir nokkru var öskrað á mig með háværri rödd og nokkurri fyrirlitningu „Hvar er svo þetta góðæri sem allir eru að tala um? Ég hef ekki séð krónu af því ennþá.“ Það sem ég benti þessum ágæta einstakling jafn harðan á var að góðæri er ekki efnislegur hlutur sem vinalegir menn ganga með í hús og skipta á milli fólks. Góðæri er ástand sem skapast þar sem nóg er af tækifærum og möguleikum fyrir duglega og þróttmikla einstaklinga og gott er fyrir þá að ná árangri. Var mér þá svarað því til að góðærið væri aðeins fyrir þá ríku og öllum væri sama um hina. Ég svaraði því þá aftur til að slíkt væri rangt og að góðæri væri eins og sólskinið en þeir njóta þess aðeins sem nenna að fara upp úr sófanum eða fram úr rúminu og út þar sem það er. Sólskinið verður ekki borið inn til þeirra sem ekki nenna að fara út. Að sama skapi er góðærið ekki sett í fötur heldur er til staðar fyrir þá sem vilja njóta þess.“

Málið er einfaldlega að það er alltaf nóg til að fólki sem vill fá alla skapaða hluti upp í hendurnar án þess að hafa neitt fyrir þeim. Aðrir eiga þá að borga brúsann. Kannski fyrirfinnst þessi tilhneiging í einhverjum mæli hjá flestum, en sem betur fer átta margir sig á því að slík krafa er hvorki eðlileg né æskileg fyrir þjóðfélagið. Ef allir hugsuðu svona væri allt á öðrum endanum og velferðina eftir því. Enginn myndi einfaldlega nenna að gera neitt og allir ætlast til þess að einhverjir aðrir gerðu það sem gera þyrfti. Niðurstaðan yrði þá að enginn gerði neitt og allir töpuðu.

Það þarf einfaldlega að vera hvati í þjóðfélaginu til að standa sig og ná árangri sem síðan skilar sé til þjóðfélagsins í heild. Sá hvati er að fólk uppskeri eins og það sái. Fólk geti ávaxtað sitt pund sem mest fyrir eigin atorku og framkvæmdasemi í stað þess að því sé refsað t.d. með háum sköttum sem síðan eru oftar en ekki notaðir til að hlaða undir fólk sem er ekki tilbúið að leggja það á sig sem þarf til að ná árangri í lífinu. Það nær enginn árangri í einu eða neinu sem kemst upp með það að varpa ábyrgðinni á eigin hagsmunum yfir á aðra.

Góðærið, sem verið hefur á Íslandi á undanförnum árum, er einmitt gott dæmi um þetta eins og Orri réttilega fjallar um. Það hefur verið góðæri hér á landi sl. Ár. Það er einfaldlega ekki hægt að deila um það. Tölurnar tala sínu máli og við Íslendingar höfum aldrei haft það eins gott og í dag. Langt því frá raunar. Allir hafa klárlega notið þess í einhverjum mæli þó einhverjir geri sér ekki grein fyrir því eða eru ósáttir við sinn hlut. En til þess að njóta góðra tíma til fullnustu þarf að nýta sér aðstæður og grípa þau tækifæri sem gefast en ekki, eins og Orri segir, hanga í sófanum og nenna ekki að fara út og njóta sólskinsins en ætlast þess í stað til þess að einhver beri það inn til manns.

Vinstrimenn, „take notes!“

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is


Gullkornið á sunnudegi

"If you don’t have time to do it right, when will you have time to do it over?"

– John Wooden, Körfuboltaþjálfari


Góður kommúnisti - góður Evrópubúi?

Fyrir ekki svo löngu síðan sá ég brezkan sjónvarpsþátt sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu og fjallaði um Kim Jong Il, einræðisherra Norður-Kóreu. Í þættinum var m.a. minnzt á það sem kallaðist "a good communist" (góður kommúnisti) í kommúnistaríkjunum á tímum kalda stríðsins, og kallast sjálfsagt enn í þeim sem eftir eru.

Ég hafði nú heyrt þetta orðalag oft áður, góðir kommúnistar voru víst sagðir vera þeir sem sögðu já og amen við línunni frá Moskvu, þ.e. frá hinu yfirþjóðlega valdi sem þeir trúðu margir hverjir á í blindni sem var Komintern, aþjóðasamband kommúnista. Þeir sem kynnt hafa sér þá sögu vita að það var nánast sama hvað ráðamenn í Sovétríkjunum og Komintern tóku upp á að gera eða segja, yfirleitt var það meira eða minna réttlætt af forystumönnum kommúnista, hvort heldur sem var hér á Íslandi eða erlendis.

Íslenzkir kommúnistar sáu margir fyrir sér framtíðarríkið Sovét-Ísland og vildu að Ísland yrði kommúnískt ríki og tæki sér stöðu við hlið annarra slíkra. Almenningi var lofað gulli og grænum skógum þegar þessu markmiði hefði verið náð og ekkert var gefið fyrir fullyrðingar um að kommúnistaríkin væru ólýðræðisleg og miðstýrð langt úr hófi fram.

Þetta minnti mig óhjákvæmilega á hliðstætt fyrirbæri í nútímanum, nefnilega Evrópusambandið. Maður hefur nefnilega ósjaldan heyrt talsmenn sambandsins skírskota til einhvers sem þeir kalla "a good European" (góður Evrópubúi). Á þetta er ævinlega minnzt þegar t.a.m. er rætt um þjóðaratkvæðagreiðslur sem hafa farið öðruvísi en Evrópusambandið hefur viljað. Við slík tækifæri eru íbúar viðkomandi ríkja ekki "góðir Evrópubúar" sem segja já og amen við öllu sem ákveðið er í Brussel, gagnrýnislaust.

Ekki verður betur séð en að talsmenn Evrópusambandsins hér á landi trúi í blindni á hið yfirþjóðlega vald, Evrópusambandið. Þeir sjá ennfremur fyrir sér framtíðarríkið ESB-Ísland og lofa okkur Íslendingum gulli og grænum skógum ef við göngum í sambandið og afsölum okkur sjálfstæði okkar. Þeir gefa heldur ekkert fyrir augljósan lýðræðisskort innan Evrópusambandsins og gríðarlega miðstýringu. Línan frá Brussel er ávallt rétt í þeirra augum og að því er virðist algerlega yfir gagnrýni hafin. Brussel veit einfaldlega miklu betur hvað okkur er fyrir beztu en við sjálf að þeirra mati – alveg eins og Moskva áður í augum margra kommúnista.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is

(Upphaflega ritað í lok árs 2003)


Enn um skatta

Nú styttist í að landsmenn fái til baka álagningarseðla frá Ríkisskattstjóra. Í einhverjum sveitafélögum á almennur skattborgari von á endurgreiðslu ef útsvar sveitafélagsins er nógu lágt. Í flestum sveitafélögum er það þó ekki þannig þar sem flest þeirra innheimta hámarskútsvar. Einhverjir hefðu haldið að við hægri menn værum orðnir þreyttir á að gagnrýna háa skatta, en því fer fjarri, sérstaklega þegar skattar á Íslandi eru 36,72%.

Það er því ekki úr vegi að huga að nokkrum atriðum varðandi skattheimtu og eyðslu á skattfé almennings.

Á síðustu mánuðum vetrar skila Íslendingar af sér upplýsingum um það hve mikið þeir höfðu í laun á síðasta ári og hvaðan þau laun komu. Jafnframt gefa þeir upp hvað þeir borguðu mikið í skatta, lífeyrissjóði og svo frv. Mönnum er s.s. gefinn kostur á að sýna sínar bestu hliðar með heiðarleika og kostgæfni. Telja þarf upp, laun, sjóði, sparifé og svo frv

En eins og fyrr segir eru skattar á Íslandi háir, tæp 37%. Það þýðir að maður sem vinnur 8 tíma vinnu á dag fær aðeins borgað í sinn vasa um 5 tíma. Þá skulum við ekki gleyma að hann á eftir að borga skatta af nánast öllu öðru sem hann gerir, þ.e. vsk af matvörum og sérvörum, afnotagjald sjónvarpsins, bílaskatt og svo mætti lengi telja. Það er því óhætt að segja að skatturinn teygi anga sína í nánast allt sem við gerum.

Það er þó ekki þar með sagt að öll skattheimta sé slæm. Við búum í landi þar sem fólk vill fá nauðsynlega samfélagsþjónustu s.s. löggæslu, almennt eftirlit, heilsugæslu og svo frv. Við erum líka þannig úr garði gerð að við viljum sjá um þá sem minna mega sín, að sjálfsögðu. Menn geta síðan deilt um hversu langt á að ganga í velferðarmálum. Eitt skal þó tekið skýrt fram og það er að bygging íþróttaleikvangs, byggðaþróun, nýsköpun, stuðningur við ýmiss félagasamtök og svo frv. hefur ekkert með velferðarkerfi að gera heldur er þarna búið að taka ranglega af heiðarlegu fólki til að borgar fyrir áhugamál og sérþarfir annarra.

En ég er hinsvegar á móti óhóflegri skattheimtu. Það er staðreynd að tekjuskattur einstaklinga er of hár hér á landi. Skattur á að vera tekjulind nauðsynlegustu verkefna ríkisins. Skattheimtu á hvorki að nota sem tekjujöfnuð milli einstaklinga eða fyrirtækja, og ekki sem fjáröflun fyrir gæluverkefni stjórnmálamanna. Það er einn megintilgangurinn með skrifum okkar. Að opna augu fólks fyrir því hvernig lífinu skal háttað með sem minnstum afskiptum ríkissins og með frjálsu vali einstaklinga. Oft vilja ráðamenn gleyma því að skattpeningar eru eign almennings en ekki eign einstakra sveitafélaga og/eða ráðamanna.

Hingað til hefur íslenska ríkið og sveitafélögin alltaf fundið sér eitthvað til að gera með skattpeningana og í framhaldi af því hefur ekki verið svigrúm til skattalækkana. Einstaka ríkisstjórnir, eins og sú sem núna situr, hafa þó tekið sig til og borgað inn á höfuðstól erlendra lána og lækkað þannig greiðslubyrði ríkisins. En hvað hefði gerst ef þessi ríkisstjórn hefði aðeins setið í fjögur ár? Kannski eitthvað svipað og gerðist hjá R-listanum?

Mjög mikilvægt er að þeir aðilar sem kosnir eru af almenningi fari með og sýni ábyrgð þegar um er að ræða fjármuni almennings.

Gísli Freyr Valdórsson


Mánudagspósturinn 3. júlí 2006

Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um fylgishrun Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og Gallups. Það hljóta að vera miklar áhyggjur í herbúðum flokksins vegna þessa sem og alvarlegar vangaveltur um það hvort ekki sé rétt að skipta aftur um formann (eins og gert var síðast fyrir rétt rúmu ári) og þá biðja jafnvel Össur Skarphéðinsson um að taka á ný að sér forystu flokksins. Eða bara einhvern annan. Það er a.m.k. ljóst að Ingibjörgu Sólrúnu hefur algerlega mistekizt að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hennar og rúmlega það.

---

Annars stendur víst til að stofna sérstakan stjórnmálaflokk á Íslandi sem berjast á fyrir hagsmunum innflytjenda. Þetta mun vera önnur tilraun til þess að stofna slíkan flokk, en fyrri tilraunin fór fram árið 2002 ef ég man rétt. Af þeirri flokksstofnun varð þó aldrei eins og stundum vill verða, en markmið hans var aðallega að gera innflytjendum frá Suðaustur-Asíu auðveldara með að setjast að hér á landi. Af einhverjum ástæðum þótti þannig við hæfi að gera hagsmunum ákveðins fólks hærra undir höfði en annarra á grundvelli kynþáttar. Það vantaði þó ekki að þeir, sem hugðust stofna þennan flokk, sökuðu ýmsa aðra um að mismuna fólki eftir kynþáttum...

Hvað nýja innflytjendaflokkinn annars varðar verður kannski einna helzt fróðlegt að vita hvort hann muni aðeins hafa stefnu í innflytjendamálum eða öðrum málaflokkum líka? Og þá hvaða stefnur? Eða hvort hugmyndin er að um verði að ræða svokallaðan eins-máls-flokk? Svona t.d. eins og Frjálslyndi flokkurinn var í fyrstu og margir vilja meina að sé ennþá raunin. Kemur í ljós.

Að öðru leyti er þetta framtak kannski einna merkilegast í ljósi þess að (oftar en ekki sjálfskipaðir) talsmenn innflytjenda á Íslandi hafa lagt mikla áherzlu á það að þeir innflytjendur sem sezt hafa að hér á landi séu afar ólíkir innbyrðis, hafi ólíkan bakgrunn, ólíkar skoðanir, og ólíka hagsmuni og því sé rangt að setja þá alla undir einn hatt – eða í einn flokk?

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is


Gullkornið á sunnudegi

"If there are things you don’t like in the world you grew up in, make your own life different. "

 

– Dave Thomas, Stofnandi Wendy’s

 


Lítið fylgi við sósíalsima ... sem betur fer

Fylgi Samfylkingarinnar mælist samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins aðeins um 24%. Eg segi aðeins, af því að þegar Samfylkingin var stofnuð átti flokkurinn að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Þessar tölur hljóta því að vera nokkur vonbrigði fyrir Samfylkinguna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með töluvert meira fylgi en Samfylkingin eða 42% fylgi. Nú er það ekki venja mín að láta stjórnast af skoðanakönnunum, en þær gefa vissulega hugmynd um stöðu mála.

En af hverju er fylgi sósíalistaflokksins svona lítið? Kunnur stjórnmálamaður hafði orð á því að þegar þjóðinni gengi illa væri fylgi vinstri flokkanna hátt, en þegar þjóðinni gengi vel væri fylgi vinstri flokkanna lítið. Það er að koma á daginn núna. Samanlagt fylgi vinstri flokkanna á Íslandi er minna en Sjálfstæðisflokksins, eða 39% samkvæmt fyrrnefndri könnun.

Varla þarf að minna á að þegar skipt var um formann í Samfylkingunni fyrir rúmlega ári síðan var stefnan auðvitað að auka fylgi flokksins. Undir forystu Össurar Skarphéðinssonar hafði flokkurinn fengið um 31% fylgi í Alþingiskosningum vorið 2003. Ingibjörg Sólrún átti reyndar að vera forsætisráðherraefni flokksins en forystumenn flokksins virtust alveg gleyma því að ekki væri kosið til forsætisráðherraembættis. En ekki meira um það.

Helsta ástæða fyrir litlu fylgi við Samfylkinguna er kannski stefnuleysi formannsins Ingibjargar Sólrúnar. Það er alveg sama hvaða mál hafa komið upp síðastliðin vetur en nú í sumar, stefna hennar er alltaf sú sama: Engin. Ingibjörg Sólrún er eins og gömul plata. Í hvert skipti sem upp koma ,,heit mál” í þjóðfélagsumræðunni er svar hennar það sama eða eitthvað á þessa leið, ,,þessi ríkisstjórn er stefnulaus í þessu máli”, ,,valdaþreyta einkennir stjórnina”, ,,þessi ríkisstjórn ætti að segja af sér.”

Nú býst ég auðvitað ekki við því að Ingibjörg Sólrún sé eða verði helsti stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar. En þegar stjórnmálaumræðan fer í gang hefur hún oftast ekkert annað til málanna að leggja annað en persónuleg skítköst og fyrrnefndar upphrópanir. Því miður hafa nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar tekið þetta upp eftir henni eins og fram hefur komið áður. Samfylkingin hefur ekkert til málanna að leggja í öryggis og varnarmálum og því miður hefur annars hinn ágæti þingmaður og fyrrverandi formaður, Össur Skarphéðinsson, tekið upp þessa takta eins og fram kom hér.

Dagur B. Eggertsson beitt sömu taktík í borgarstjórnarkosningum. Hann sparaði ekki stóru orðin um Sjálfstæðisflokkinn og frambjóðendur hans. Hann talaði eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið við völd s.l. 12 ár í Reykjavík.

En af hverju fjallar Íhald.is um slæmt fylgi Samfylkingarinnar. Jú, það er gott mál ef sósíalistaflokkar eins og þarna um ræðir ná ekki miklum áhrifum í landinu. Íslendingar hafa það allra jafna nokkuð gott og virðast styðja við bakið á þeim flokkum sem eru líklegir til að viðhalda stöðugleika, auka frelsi einstaklingsins, lækka skatta og minnka ríkisafskipti, auka viðskiptafrelsi sem síðan leiðir til meiri hagvaxtar og aukinnar velsældar fyrir alla landsmenn. Samfylkingin hefur ekkert af þessu á sinni stefnuskrá og því mun fylgi hennar vonandi ekki verða meira en síðasta skoðanakönnun segir til um.

Góða helgi...

Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@simnet.is


Sértrúarsöfnuður trúleysingja

Trúleysingjar á Íslandi hafa safnast nokkrir saman í hóp og stofnað vefsíðu, Þetta gerðist nú reyndar ekki í gær þannig að það er svo sem engar fréttir þó að nokkrir drengir stofni síðu sem fjallar um að trúa á ekki neitt.

Nú var maður hér á landi síðustu helgi að halda ráðstefnu um að trúa á ekki neitt. Það er svo sem heldur ekki fréttnæmt en áhugavert engu að síður. Ég kynnti mér málið aðeins og kíkti á síðu þeirra trúleysingja og einhverjar bloggsíður þeirra sem að síðunni standa. Þar er þó lítið að finna nema fátæk rök fyrir því að Guð sé nú ekki til og uppnefni á kristnum sem ekki verða endurtekin hér. Það gefur augaleið að þeim er ekki vel við menn eins og m.a. Gunnar Þorsteinsson (oft kenndan við Krossinn). Kalla hann trúarfasista og fleira í þeim dúr án þess þau að færa fyrir því nokkurn rökstuðning.

Það er einnig athyglisvert að skoða ,,commentin” sem koma á eftir greinunum. Þau eru aðallega frá öðrum pennum síðunnar að segja hvor öðrum hversu góðar greinarnar þeirra eru, hversu sammála þeir séu og hvað allir aðrir séu miklir vitleysingar, þó sérstaklega nafngreindir trúaðir menn á Íslandi.

Nú er íhald.is ekki síða um trúmál. Það er ekki tilgangur síðunnar að sanna tilveru Guðs, sonar Hans, né hins Heilaga Anda. Hins vegar vakti það athygli mína hvernig þessi fámenni hópur talar um alla sem telja sig hafa upplifað eitthvað æðra okkar mannlega skilningi, þ.e.a.s. trúa á eitthvað æðra máttarvald.

En aðal gesturinn á fyrrnefndri ráðstefnu heitir Richard Dawkins og er víst einhver frægur trúleysingi. Til hamingju Richard. Vef-Þjóðviljinn gerir heimsókn hans mjög góð skil s.l. mánudag og bendir á tilhæfulaus rök Dawkins fyrir því að heimurinn væri betri staður ef engin væru trúarbrögðin. Hér stendur nú ekki til að bera í bakkafullan lækinn en þó eru nokkur atriði sem vert er að fjalla um.

Í viðtalinu í Kastljósi beitir Dawkins því helst fyrir sér að þeir sem trúa á eitthvað hugsi ekki sjálfstætt og jafnvel ekki neitt. Svipaðar röksemdir eru hafðar uppi á vantrúarsíðunni – það eru sem sagt allir hálfvitar nema Richard Dawkins og nokkrir strákar á Íslandi. Allir þeir hundruðir milljóna ef ekki milljarðar af fólki sem trúir á eitthvað æðra því sjálfu og því sem við sjáum í kringum okkur hugsar ekki sjálfstætt. Mikið er nú gott að Dr. Dawkins kom til að upplýsa okkur um það.

Dawkins talar um ástæðu þess að Bandaríkjamenn skuli vera aktívir í trú sinni. Hann bendir þar réttilega á að í Bandaríkjunum er aðskilnaður ríkis og kirkju og því kirkjan ekki ríkisstofnun og rekin sem slík. Þar fær frjálsi markaðurinn að njóta sín (sem Dawkins finnst ekki gott) hvað varðar kirkju og trúarlíf einstaklinga. Þannig ætti það auðvitað að vera hér líka. Dawkins hefur þó rangt fyrir sér þegar hann segir kirkjurnar vera að reyna að lokka fólk til sín með einhvers konar sölutrixum og þess háttar. Þeim kirkjum sem gengur vel í Bandaríkjunum eru eða telja sig vera að boða fagnaðarerindi sem frelsar einstaklinga og út af því sé það gott að fólk fari í kirkju.

En Dawkins (sem er vísindamaður eins og hann tók nokkrum sinnum fram í viðtalinu) telur fólk vera afvegaleitt þegar það sækir kirkju. Orðrétt segir hann auglýsingar kirknanna ,,gæða trúna spennu fyrir treggáfað fólk.” (e.low grade mentality) Já, það eru víst ekki allir jafn gáfaðir og Dawkins og litli vantrúarhópurinn á Íslandi. Hrokinn leynir sér ekki í þessum ummælum Dawkins. Mega kirkjur ekki auglýsa sig? Eiga kirkjur aðeins að starfa í leynum og bak við luktar dyr?

Og auðvitað þurfti Dawkins líka að koma pólitískum skoðunum sínum að, ,,sú þjóð sem kýs yfir sig George W. Bush er ansi furðuleg þjóð. Engin önnur þjóð í heiminum hefði kosið svo lélegan kost. Trúarleg öfl virðast að mestu leyti hafa átt þátt í kjöri hans.”
Þessi skoðun hans er auðvitað ekkert persónuleg og byggist á vísindalegum rannsóknum eins og allt annað sem hann segir? Dawkins er líklega ekki gáfaðari en það að vita að hvorki trúaröfl né nokkuð annað getur átt þátt í kjöri nokkurs manns. Það eru kjósendur (hverjir svo sem þeir eru) sem kjósa. Það er fásinna að segja að einhver trúarhópur hafi kosið mann til valda.

Eins og ég sagði hér áður er ekki tilgangur vefrítsins Íhald.is að sannfæra neinn um trúmál. Það hefur heldur ekki verið stefna okkar að fjalla um sérstök trúmál, nema þá þau tengist að einhverju leyti stjórnmálum eða því sem er að gerast í heiminum þá og þegar. En þegar hrokafullir menn eins og Dawkins og fleiri fjalla um málin með þessum hætti finnst mér viðeigandi að svara því. Það er allt í lagi þó að menn vilji ekki trúa á neitt. Það er líka allt í lagi að segja öðrum að þeir trúi ekki á neitt og halda jafnvel ráðstefnu finnist þeim þeir þurfa að auglýsa það að þeir trúi ekki á neitt. En að kalla alla illum nöfnum sem trúa á eitthvað telja sig yfir alla hafna af því að þeir ,,viti betur” og ,,hugsi sjálfstætt” er ekkert nema hroki. Það eru ekki allir öfgamenn eða ofstækismenn þó að þeir trúi því að það sé eitthvað manninum æðra.

En talandi um öfgar og ofstæki. Ég held að flestir pennar vantru.is séu ákafari í áhuga sínum en flestir kirkjusækandi og trúaðir menn á Íslandi. En ég hef nú ekkert sérstakt fyrir mér í því þannig að ég skal glaður éta það ofan í mig ef svo er ekki. Reyndar skilst og sýnist á þessari umræðu að maður þurfi ekki að hafa mikið fyrir sér í neinu. Bara segjast hugsa sjálfstætt.

Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@simnet.is


Mánudagspósturinn 26. júní 2006

Maður hefur eiginlega vanizt því að hvað sem hægt væri að segja um Vinstri-græna þá mættu þeir eiga það að vera allajafna sjálfum sér samkvæmir. M.ö.o. að þeir snerust ekki í endalausa hringi í umfjöllunum sínum um menn og málefni eins og ósjaldan mætti halda að væri skilyrði fyrir inngöngu í Samfylkinguna. Það vekur því óneitanlega nokkra athygli þegar maður verður var við slíka Samfylkingartakta hjá Vinstri-grænum svo ekki sé talað um í tilfelli manna sem teljast til aðalhugmyndafræðinga Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.

Eftirfarandi lokaorð reit Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur, á vefritið Múrinn.is á dögunum í grein um varnarmálin: "Saga "varnarsamningsins" svokallaða og þátttöku Íslands í NATO hefur nú í sex áratugi einkennst af því að stjórnvöld hafa farið sínu fram í trássi við almannavilja. [...] Af þeim sökum verður forvitnilegt að sjá hvort stjórnvöld ætla sér að sniðganga almannaviljann enn einu sinni í þessu máli. Hefur lýðræðisvitund Íslendinga ekki aukist frá því á 20. öldinni? Geta stjórnvöld endalaust rekið utanríkisstefnu sem nýtur ekki meirihlutastuðnings? Næstu misseri verða prófsteinn á stöðu lýðræðis á Íslandi. Til mikils er að vinna að þjóðin falli ekki enn einu sinni á því prófi."

Tilefni greinar Sverris er skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Helga Hjörvar, þingmann Samfylkingarinnar, en niðurstöður hennar benda til þess að tæp 54% Íslendinga séu frekar eða mjög hlynnt því að varnarsamningnum við Bandaríkin verði sagt upp (rúm 68% sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu). Þetta þykja Sverri greinilega mikil tíðindi þó staðreyndin sé sú að kjósi menn að skoða málið af yfirvegun ættu þessar niðurstöður sízt að koma á óvart. Það er ekki lengra síðan en 2003 að Gallup gerði skoðanakönnun þar sem mikill meirihluti landsmanna lýsti sig hlynntan því að áfram yrði bandarískur her á Íslandi eða 65%, 77% ef aðeins er miðað við þá sem tóku afstöðu eins og Sverrir gagnrýnir bæði Ríkisútvarpið og Morgunblaðið fyrir að gera ekki í umfjöllunum sínum um könnun Helga. Sérstaka athygli vekur raunar að rúmur þriðjungur kjósenda Vinstri-grænna sagðist fylgjandi áframhaldandi veru bandaríska hersins hér á landi.

Í sömu skoðanakönnun Gallups sögðust 71% landsmanna vera hlynnt áframhaldandi veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO), rúm 83% ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku. Könnunin er í samræmi við fyrri könnun Gallups um sama efni frá árinu 2001. Það er því einkennilegt að sjá Sverri velta því fyrir sér hvort stjórnvöld ætli sér "að sniðganga almannaviljann enn einu sinni í þessu máli". Niðurstöður könnunarinnar, sem Gallup vann fyrir Helga Hjörvar, eru því fullkomlega skiljanlegar í ljósi þess að stöðugt hefur verið haldið að fólki, og þá einkum og sér í lagi undanfarna mánuði, að varnarsamningurinn við Bandaríkin byggist á því einu að hér sé bandarískur her. Fyrst Bandaríkjamenn séu á förum sé tilgangurinn með samningnum enginn. Langur vegur er þó frá þessu eins og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, fjallaði t.d. um í fróðlegri grein í nýjasta tölublaði tímaritsins Þjóðmála sem m.a. má verða sér úti um í vefverzlun Andríkis.

Það er einfaldlega ekki hægt að túlka þau gögn, sem fyrir liggja í málinu, öðruvísi en svo að mikill meirihluti íslenzks almennings styðji bæði áframhaldandi veru bandarísks herliðs hér á landi sem og aðild Ísland að Atlantshafsbandalaginu. En vegna þess áróðurs, og í einhverjum tilfellum vanþekkingar, að varnarsamningurinn sé einskis virði sé hér ekki bandarískur her er fullkomlega skiljanlegt að margir telji þar með lítinn tilgang í því að viðhalda honum. Það er því vægast sagt furðulegt að sjá Sverri skammast út í stjórnvöld fyrir að reka utanríkisstefnu í trássi við vilja íslenzks almennings, enda mun nær að segja að það sé einmitt hans eigin flokkur, Vinstrihreyfingin - grænt framboð, sem sé í engu sambandi við almenning í þessum efnum.

Þess utan, fyrir utan það hversu furðulegt það sjónarmið er að ætlast til þess að dansað sé eftir skoðanakönnunum við stjórn landsins, þá er í bezta falli óábyrgt að leggja slíkt til þegar skoðanakönnun, eins og sú sem Helgi Hjörvar lét gera, er annars vegar sem gerð er þegar mikil óvissa er uppi í viðkomandi málaflokki. Þetta væri hliðstætt og ef gerð væri skoðanakönnun um það í miðri óöld eins og þeirri sem átti sér stað í úthverfum Parísar og annarra franskra borga í nóvember á síðasta ári, þar sem innflytjendagengi gengu berserksgang og kveiktu í bifreiðum og byggingum, hvort draga ætti úr straumi innflytjenda til landsins. Ég efa stórlega að Sverri þætti rétt að taka of mikið mark á slíkri könnun og hvað þá að byggja á henni róttæka stjórnvaldsákvörðun. Vitaskuld er rétt að bíða þar til línurnar fara að skýrast, rykið fer að setjast og menn fara að slappa aðeins af áður en teknar eru slíkar ákvarðanir, rétt eins og þá ákvörðun hvort segja eigi upp varnarsamningnum við Bandaríkin eða ekki.

En eins og komið er inn á í byrjun hafa Vinstri-grænir ekki verið þekktir til þessa fyrir að dansa eftir niðurstöðum skoðanakannana og hvað þá að hvetja stjórnvöld til að gera slíkt við mótun stefnu sinnar hvort sem um er að ræða utanríkismál eða aðra málaflokka. Enda hafa slíkar niðurstöður ríka tilhneigingu til að breytast á milli kannana. Það er því nokkuð sérstætt að heyra mann, sem titlaður hefur verið einn af hugmyndafræðingum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hvetja til einmitt þess. Honum væri nær að hlusta á formann sinn, Steingrím J. Sigfússon, sem hefur eftir því sem ég bezt veit ávallt látið hafa það sama eftir sér þegar fjölmiðlamenn hafa borið undir hann niðurstöður skoðanakannana um fylgi stjórnmálaflokkanna, þ.e. að ekki ber að taka slíkar kannanir of alvarlega þar sem þær eru fyrst og fremst einungis vísbendingar um stöðuna á ákveðnum tímapunkti sem er auðvitað hárrétt hjá honum.

Það er annars íhugunarefni að lokum hvort Sverrir telji að stjórnvöld eigi aðeins að dansa eftir skoðanakönnunum í utanríkismálum, öllum málaflokkum eða bara þegar honum og hans skoðunum hentar? Má t.d. búast við því að væri Sverrir og flokkur hans við völd í landinu að barist yrði fyrir því að sala bjórs og léttvíns yrði leyfð í matvöruverzlunum í samræmi við vilja 59% landsmanna (rúmlega 65% sé aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu) samkvæmt skoðanakönnun Gallups frá því í febrúar á síðasta ári (2005)? Sverrir myndi varla vilja gerast sekur um það að reka stefnu í því sambandi "sem nýtur ekki meirihlutastuðnings"? Er það nokkuð?

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is


Gullkornið á sunnudegi

„I may disagree with what you have to say, but I shall defend to the death your right to say it.“

Voltaire (eignað)


Meinloka vinstrimanna í skattamálum

"Hagkvæmnirökin fyrir lágri skattheimtu snúast um að lágir skattar skapi frelsi og svigrúm til auðsöfnunar fyrir fyrirtæki og einstaklinga og félagslegu rökin fyrir hárri skattheimtu snúast um það sjónarmið að það sé hlutverk ríkisins að rétta lítilmagnanum hjálparhönd og veita öllum einstaklingum aðgang að grunnþáttum samfélagsins, á borð við heilbrigðisþjónustu, menntun og fleira."

Í þessum orðum í nýlegri grein á vefriti Ungra jafnaðarmanna, Pólitík.is, kristallast sú meinloka ófárra vinstrimanna að eina leið hins opinbera til að auka tekjur sínar (telji menn það æskilegt sem allajafna er raunin þegar vinstrimenn eru annars vegar) sé að hækka skatta og aðrar opinberar álögur á almenning. Skattalækkanir þýði að sama skapi óhjákvæmilega minni tekjur fyrir ríki og sveitarfélög.

Staðreyndin er þó sú, eins og hefur sannast með ótal dæmum og þá ekki sízt hér á landi, að lægri skattar leiða til aukinna umsvifa í viðkomandi landi sem ekki aðeins stuðlar að auknum hagvexti heldur einnig auknum skatttekjum fyrir hið opinbera sem fær þá minni sneið af stærri köku í stað stærri sneiðar af minni köku áður.

En þetta er, að því er virðist, flestum vinstrimönnum algerlega fyrirmunað að skilja, hvort sem það er af ráðnum hug eða vegna þess að raunveruleikinn kemur ekki heim og saman við þá hugmyndafræði sem þeir hafa kosið að fylgja.

Annars vil ég undirstrika í ljósi greinarinnar að það er vitaskuld fyrst og fremst skylda hvers einstaklings að bera ábyrgð á eigin lífi. Það gerist ekki ef fólk getur alltaf komið þeirri ábyrgð yfir á aðra og ætlast til þess að aðrir taki afleiðingum gerða þess.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is


Verkalýðsforingjar valda skattahækkunum

Dagurinn í gær var sorgardagur fyrir skattgreiðendur í landinu. Með hótunum um ofbeldi náðu um það bil 15 – 20 manns, sem af mismunandi ástæðum starfa í stjórnum verkalýðsfélaga og launþegasamtaka, að knýja ríkisstjórnina til að hækka tekjuskatt á næstum alla þá sem á annað borð borga skatta.

Af hverju segi ég hækka skatta? Jú, það er búið að festa í lög að tekjuskattsþrepið lækki um tvö prósent um næstu áramót. Það er sama ríkisstjórn og Stefán Ólafsson prófessor og einn af aðalhygmyndafræðíngum Samfylkingarinnar er hvað eftir annað búinn að saka um að skattpína allt og alla. En skattaprósentan lækkar aðeins um eitt prósent.

Eins og Vef-Þjóðviljinn bendir réttilega á í dag mun allir sem hafa yfir 150 þúsund krónur í mánaðarlaun borga meiri skatt á næsta ári en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þegar efnt var til síðustu alþingiskosninga var loforð um 4% tekjuskattslækkun eitt stærsta kosningarmálið. Sósíalistar í landinu hoppuðu upp á afturlappirnar enda standa þeir fyrir háa skatta og mikil ríkisútgjöld. En með þeirri staðfestu sem þá ríkti hjá flokknum var ákveðið að standa fast við kosningaloforðið. En nú er það allt breytt. Ríkisstjórnin lætur þessa menn vaða yfir sig á skítugum skónum.

Það er reyndar búin að vera stefna Grétars Þorsteinssonar forseta ASÍ að koma í veg fyrir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar. Á ársfundi Starfsgreinasambandssins kom eftirfarandi fram í ávarpi formannsins, „Ég held þó því miður við getum tæplega haldið því fram að þetta sé velferðarfrumvarp með félagslegum áherslum. Þetta stórkostlega tækifæri til að snúa við blaðinu og hreinlega þurrka út stærstu vankantana á velferðarkerfinu er notað til að færa þeim meira sem mest hafa, með því að útfæra illa tímasettar skattalækkanir þannig að hátekjufólkið fær mest.” Rétt er að minna á að þetta er sami maður og hótaði að hafa áhrif á formannskjör í Samfylkingunni af því að honum líkaði ekki við þáverandi formann. Já, það er hægt að ná ýmisslegu fram með hótunum.

En það eru nokkur atriði sem vert er að skoða tengd þessu máli:

  1. Það er gjörsamlega óþolandi að örfáir aðilar geti sett hér allt á annan endann með hótunum. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna telja sig tala fyrir alla sína félagsmenn og virðast halda að allir séu þeim sammála. Þeir hóta verkfalli og allir virðast skjálfa. Sömu félög nýta sér fjölmiðla eins og þeir geta við að dreifa út ótta og skelfingu varðandi vinnumarkaðinn.
  2. Ríkisstjórnin á að standa við gefin loforð. Meirihluti launþega í landinu er með laun yfir 150 þúsund krónur á mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir lága skatta. Hann hefur gert það hingað til. Burtséð frá þeirri vitleysu að hækka barnabætur upp í 18 ár þá á ekki að svíkja loforðin um skattalækkun.
  3. Það er hægt að finna aðrar leiðir til að mæta auknum útgjöldum ríkisstjórnarinnar. Af hverju fer forsætisráðherra ekki fram á sparnað annars staðar í ríkisrekstrinum? Ef hverju þurfa skattgreiðendur að borga fyrir aumingjaskap ríkisstjórnarinnar? Ég myndi gjarnan vilja vita hvort það hafi komið til umræðu hjá ríkisstjórninni að fara fram á innri sparnað hjá hinu opinbera.
  4. Nú er einnig tækifæri til að setja lög um að vinnuveitandi sýni á launaseðli hvernig hann greiðir skatta launþega. Eins og áður hefur verið bent á hér á þessari síðu er tekjuskattur og útsvar ekki það sama. Af hverju beina forsvarsmenn verkalýðsfélaga ofbeldi sínu (hótunum) aldrei gegn sveitafélögum. Flest sveitafélög á landinu eru með útsvar sitt í botni, þ.e. eins háa skatta og leyfilegt er. Allur kostnaður hins nýja fáránlega samkomulags lendir á ríkinu.
  5. Forsvarsmenn félagssamtaka ættu að upplýsa um sín eigin laun og kjör. Flestir þeirra eru með um átta til tíföld verkamanna laun. Flestir af þeim eru með jafn há eða hærri laun en ráðherrarnir sem þeir vilja skerða kjörin hjá.
  6. Það ætti að skoða tengsl verkalýðsleiðtoganna við stjórnmálaflokka. Ef að Grétar Þorsteinsson gat beitt hótunum um að hafa áhrif á formannskjör í Samfylkingunni hlýtur hann að hafa áhrif þar núna þar sem formaður að ,,hans skapi” er kominn til valda.
  7. Þessi útgjöld koma aðeins fáum til góða. Þetta gagnast engann veginn barnlausu, ungu fólki sem ekki á húsnæði. Þetta gagnast fólki með meðallaun, börn og húsnæði lítillega. Þau borga bara hærri skatta í staðinn. En þeir sem eru með yfir 150 þúsund á mánuði eiga víst engan málsvara. Þeir hafa kannski talið hingað til að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki skattpína þá en þær vonir brustu í gær.
  8. Gefa á aðild að verkalýðsfélögum frjálsa. Það er fáránlegt að nokkrir menn skuli semja fyrir mörg þúsund manns og geta haldi bæði ríkisstjórn og félagsmönnum í gíslingu. Auðvitað væri rétt að leggja þessi félög niður.

Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@simnet.is


Óendanlega heillandi?

Fyrir nokkru síðan, nánar tiltekið 25. maí sl., birtist grein á vefritinu Deiglan.com eftir Ásdísi Rósu Þórðardóttur, líffræðing, þar sem fjallað var um íslam. Drjúgur hluti - og raunar sérstakur kafli - fór í umfjöllun um íslömsk lög sem kallast Sharia. Það vakti athygli mína að í greininni var ekki minnzt einu orði á t.a.m. þá  kvennakúgun sem lög þessi kveða á um né villimannlegar refsingar sem samkvæmt lögunum ber að beita fyrir ákveðin afbrot. Gera má fastlega ráð fyrir að skortur á umfjöllun um þessi atriði eigi þátt í því að greinarhöfundurinn skuli komast að þeirri niðurstöðu að um "óendanlega heillandi og merkilega menningu" sé að ræða. Íslam er klárlega fyrir margt merkileg trúarbrögð í sögulegu samhengi, en hins vegar get ég ekki sagt að t.a.m. þessi hluti þeirra heilli mig neitt sérstaklega.

Ummæli Ásdísar eru jafnvel enn sérstæðari í ljósi þess að hún hefur ritað talsvert gegn dauðarefsingum og í því sambandi aðallega (eða eingöngu?) beint spjótum sínum að Bandaríkjunum. Nú síðast sl. föstudag á vefrit Sambands ungra sjálfstæðismanna, Sus.is. Mætti hreinlega halda af skrifum hennar að dauðarefsingar væru eitthvað sér bandarískt fyrirbæri sem hvergi ætti sér stað annars staðar í heiminum. Ásdísi virðist annars sérstaklega umhugað um það hversu ómannúðlegar aftökuaðferðirnar eru sem notast er við í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem dauðarefsingar eru heimilaðar. Vitanlega er ekkert að því að fólk taki afstöðu gegn dauðarefsingum kjósi það það. En í ljósi skrifa Ásdísar gegn dauðarefsingum er jafnvel enn furðulegra að hún skuli ekki hafa minnzt einu orði á þær dauðarefsingar sem íslömsk lög kveða á um í grein sinni um íslam þrátt fyrir að sérstakur kafli hafi fjallað um Sharia-lögin.

Ákvæði Sharia laganna um dauðarefsingar lifa ekki aðeins góðu lífi víða í hinum íslamska heimi (jafnvel í Afganistan þó Talibanarnir séu farnir frá völdum) heldur verða aftökuaðferðirnar, sem kveðið er á um í lögunum, sennilega seint taldar mannúðlegar, enda ólíklegt að slík sjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi þegar þau voru upphaflega samin fyrir meira en eitt þúsund árum síðan. Skoðum nokkur dæmi um þetta.

Samkvæmt flestum túlkunum á Kóraninum er múslimum bannað að afneita íslam og taka upp önnur trúarbrögð. Slíkt er álitið vera helgispjöll, en íslömsk guðfræði leggur helgispjöll og svik að jöfnu. Refsingin fyrir slíkt er dauði samkvæmt flestum túlkunum á Kóraninum (sbr. t.a.m. nýlegt mál í Afganistan).

Fyrir samkynhneigð skal einnig refsað með dauða samkvæmt flestum túlkunum á Kóraninum. Viðeigandi refsing þykir að viðkomandi sé t.a.m. brenndur, honum hrint fram af hárri byggingu eða hann grýttur. Grýting er einnig refsingin fyrir hjúskaparbrot, en hundrað svipuhögg eru allajafna talin viðeigandi þegar um skírlífisbrot er að ræða.

Fyrir þjófnað skal refsa með fangelsi eða aflimun, þá annað hvort handa eða fóta eftir alvarleika brotsins. T.d. eftir því hversu oft viðkomandi hefur verið handtekinn fyrir þjófnað.

Kannski má gera ráð fyrir að næst muni Ásdís rita grein um dauðarefsingar í þeim löndum íslam þar sem farið er að Sharia-lögunum sem ég efa stórlega að henni þyki óendanlega heillandi þegar allt kemur til alls.

---

Því má annars bæta við til fróðleiks að síðasta aftakan á Íslandi fór fram þann 12. janúar árið 1830 þegar þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu fyrir að hafa myrt tvo menn. M.ö.o. eru engar aldir síðan dauðarefsingu var beitt hér á landi eins og Ásdís flaskar á í grein sinni á Sus.is, aðeins rúm 176 ár.

Ásdís segir reyndar í sömu grein að dauðarefsingar hafi fyrir löngu verið aflagðar í flestum Evrópuríkjum. Hvort sem aðeins er um vanþekkingu að ræða, tilraun til að láta Bandaríkin líta illa út í samanburði við Evrópuríki eða bæði þá skulum við skoðum þetta aðeins nánar.

Hér fyrir neðan er listi yfir það sem við getum kallað flest Evrópuríki ásamt ártali sem sýnir hvenær síðasta aftakan fór fram í þeim. Það ber þó að ítreka að þarna er aðeins átt við það hvenær síðast var beitt dauðarefsingu í viðkomandi landi, ekki hvenær ákvæði um slíkt voru máð úr lögum þess sem oftar en ekki hefur gerzt nokkuð síðar. Þannig má nefna að í Frakklandi var dauðarefsing endanlega afnumin árið 1981 og í Bretlandi gerðist það ekki fyrr en 1998 eða aðeins fyrir um 8 árum síðan!

Austurríki (1950)
Belgía (1950)
Bretland (1964)
Búlgaría (1989)
Danmörk (1950)
Eistland (1991)
Finnland (1944)
Frakkland (1977)
Grikkland (1977)
Holland (1954)
Írland (1954)
Ísland (1830)
Ítalía (1947)
Litáen (1995)
Luxemburg (1949)
Malta (1943)
Moldova (1995)
Noregur (1948)
Portúgal (1849)
Pólland (1988)
Rúmenía (1989)
Slóvakía (1990)
Slóvenía (1989)
Spánn (1975)
Svíþjóð (1910)
Sviss (1944)
Tékkland (1990)
Ungverjaland (1988)
Þýzkaland (1949)

(Heimild: Encarta Encyclopedia)

Þetta yfirlit sýnir berlega að það á við engin rök að styðjast að halda því fram að dauðarefsingar hafi fyrir löngu verið afnumdar í flestum ríkjum Evrópu. Þvert á það sem Ásdís heldur fram væri því nær að segja að í flestum Evrópuríkjum sé stutt síðan dauðarefsingar voru aflagðar og í sumum tilfellum mjög stutt.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband